SkjárEinn  í opinni dagskrá
- Ekkert venjulegt sjónvarp

Uppskriftir

Prenta
10. þáttur - 18. Nóv. 2009

Humar og hörpudiskur með papaya og fennelsalati

Hrefna Rósa:
„Það eru margir sem halda í hefðirnar um hátíðirnar hvað varðar aðalréttinn en það er gaman að prófa nýja forrétti. Hér er líka uppskrift að léttu humarsoði sem hægt einnig er að nota í t.d. humarsúpu. Þá er gott að bæta fleiri kryddum út í eins og stjörnuanis, kardimommum, lárviðarlaufi og hvítum pipar.“

Forréttur fyrir 4

12 stk humarhalar
12 stk hörpudiskar
1 stk papaya
1 stk fennel
1 búnt koríander
30 g smjör
Olía til steikingar
Salt og pipar
½ sítróna

Aðferð:
Pillið hörpudiskinn og humarinn.
Þerrið kjötið vel svo að góð steiking fáist.
Skrælið papaya-ið og skrælið það áfram þannig að það verði í þunnum sneiðum.
Skerið fennelið þunnt í t.d. mandólíni.
Setjið í skál ásamt gróft skornu koríander, olíu og salti. Blandið vel saman.
Kryddið humarinn og hörpudiskinn með salti og pipar.
Hitið pönnu vel. Setjið olíu út á pönnuna.
Þegar olían og pannan er orðin vel heit raðið þá humrinum á pönnuna.
Raðið einnig hörpudisknum á pönnuna og steikið á þeirri hlið þar til 80% tilbúið.
Bætið smjöri út á ásamt sítrónusafa og snúið svo hráefninu við.Humarsoðið og sósan

Skeljarnar af humrinum og afskurðurinn af hörpudisknum
1 stk stór laukur
3 hvítlauksrif
1 stk sítrónugras
3 msk tómatpurré
3 lítrar vatn
Afskurðurinn af fennikkunni
Olía til steikingar
100 ml rjómi
50 g smjör
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið laukinn, hvítlaukinn og sítrónugrasið.
Hitið pott með olíu í.
Steikið skeljarnar í olíunni og bætið grænmetinu út í.
Steikið áfram í ca. 5 mín og bætið tómatpurréinu út í.
Bætið loks vatninu út í og fáið upp suðu.
Þegar suðan er komin upp leyfið þá soðinu að sjóða í 20 mín.
Sigtið þá soðið og sjóðið áfram niður þar til það er orðið hæfilega þykkt.
Hellið rjómanum út í og fáið aftur upp suðu.
Pískið loks rjómanum létt út í sósuna og kryddið með salti og pipar.SkjárEinn , aðrar síður

Um SkjáEinn

SkjárEinn | Ármúla 25, 108 Reykjavík, Iceland | Tel: +354 550 6000 | Auglýsingar: auglysingar@skjarinn.is