SkjárEinn  í opinni dagskrá
- Ekkert venjulegt sjónvarp

Fréttir

Hæ Gosi 3 snýr aftur í janúar!

10. sep. 2012

 

Þriðja sería af gamanþáttaröðinni Hæ gosa verður frumsýnd á SkjáEinum í janúar 2013.

með aðalhlutverkin í Hæ gosa fara bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir. Með önnur hlutverk fara með Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen, Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson svo einhverjir séu nefndir.

Þættirnir gerast sem fyrr í höfuðstað norðursins, Akureyri. Í þriðju þáttaröðinni skyggnumst við betur inn í fortíð fjölskyldunnar frá Akureyri og komumst að leyndarmálunum sem enginn þorir að tala um. Börkur og Fríðborg takast á við foreldrahlutverkið og ala upp hinn ættleidda Bambus á meðan þau bíða eftir fæðingu barnsins síns sem kom undir í lok síðustu seríu.

Víðir og Pálína glíma við sundrung fjölskyldunnar og berjast við að halda andliti eftir skilnaðinn. Krummi og Júlli aðlagast nýjum og bættum lífstíl eftir að hafa mokað inn óútskýranlegum fjárhæðum í velheppnuðum túnfiskveiðum í Brasilíu með Birni Jörundi.

Framundan er stútfull þáttaröð af gríni, dramatík og fjölskylduflækjum.

Smelltu hér til að sjá baksviðsklippur úr auglýsingatöku fyrir seríu 3 sem fór fram nýlega.Síður Skjásins


SkjárEinn , aðrar síður

Um SkjáEinn

SkjárEinn | Ármúla 25, 108 Reykjavík, Iceland | Tel: +354 550 6000 | Auglýsingar: auglysingar@skjarinn.is